Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og öllu. Það sama gildir um notkun rafmagnsvespa, sem nokkuð er af um þessar mundir.

Nánar um reiðhjól og rafmagnsvespur af vef Umferðarstofu, sjá hér.

Við áréttum einnig að börnin noti reiðhjól sín eingöngu þegar þau eru á leið í og úr skóla en ekki á sjálfri skólalóðinni á skólatíma. Mikilvægt er að læsa reiðhjólunum þegar þeim er lagt við skólahúsnæðið.

Af gefnu tilefni viljum við árétta að í 42. grein umferðarlaga um börn og reiðhjól stendur:

42. gr.

Börn og reiðhjól.

Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

Til að taka af allan vafa þá hefur lögreglan staðfest það við okkur að ekki er verið að tala um árið sem barn verður 7 ára heldur daginn.