Í tilefni af göngu- og hjólamánuði í september var haldinn reiðhjóladagur mánudaginn 30. september í 3.-5. bekk.

Sett var upp þrautabraut á skólalóðinni og Ingvar lögregluþjónn á Selfossi var á staðnum og leiðbeindi nemendum. Hann skoðaði einnig reiðhjólin og auðvitað hjálmanotkun. Ingvar hafði á orði að nánast flest reiðhjól barnanna væru í fínu standi – og það væri glæsilegt í svona stórum hópi.

Þrátt fyrir haustrigninguna þá skemmtu börnin sér vel þegar þau fóru á fákum sínum í gegnum þrautabrautina. Fleiri myndir af hjóladeginum má finna í albúmi hér á síðunni undir ,,myndefni“.