Hjóladagur 10. maí

Föstudaginn 10. maí verður haldinn hjóladagur í Vallaskóla með ýmsum uppákomum. Hjólaþrautabraut verður sett upp á skólalóðinni og lögreglan kemur í heimsókn og skoðar reiðhjól nemenda, stýrir fræðslu og umræðu um reiðhjól, vespur og almennt umferðaröryggi.

Einnig munu Kiwanismenn koma í heimsókn og gefa nemendum 1. bekkja reiðhjólahjálma.

Af því tilefni viljum við minna foreldra á að fara yfir reiðhjól og öryggisbúnað barnanna. Klæðnaði þarf að haga samkvæmt veðri.