Hjálmar frá Kiwanismönnum

Á hjóladeginum 10. maí fengu allir nemendur 1. bekkja nýjan reiðhjólahjálm, buff, bolta og glitmerki að gjöf frá Kiwanismönnum hér á Selfossi. Foreldrar eru beðnir um að stilla hjálmana samkvæmt leiðbeiningum sem fylgdu með. Starfsmenn vilja enn fremur beina vinsamlegum tilmælum til foreldra/forráðamanna að sjá til þess að reiðhjól (hlaupahjól, línuskautar o.þ.h.) barnanna séu í góðu lagi. Fróðleik um þetta er m.a. að finna á heimasíðu umferðarstofu í þessu, sjá hér. Einnig er þetta góð heimasíða, sjá hér.

Mynd: Vallaskóli 2013Mynd: Vallaskóli 2013Mynd: Vallaskóli 2013Mynd: Vallaskóli 2013Mynd: Vallaskóli 2013Mynd: Vallaskóli 2013