Gullin í grenndinni jólaferðir

Nemendur úr 7. bekk í Vallskóla fóru í síðustu viku og lásu Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum, fyrir nemendur leikskólans Álfheima í skógarrjóðrinu sem er fóstrað í sameningu af leikskólanum og grunnskólanaum. Fyrir nokkru síðan hittu nemendur 1. bekkjar nemendur leikskólans í skóginum. Voru það fagnaðarfundir. Kakó var svo sötrað saman en það hafði verið hitað sameiningu yfir eldi. Sömuleiðis hafa nemendur annars, þriðja og fjórða bekkjar farið í vasaljósaferð um skóginn og fengu þeir kakó og piparkökur í lok ævintýraferðarinnar.

Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir frá ferðunum.

Verkefnið Gullið í grendinni er með heimasíðu: gullin.arborg.is