Nemendur í 10. bekk, sem eru í vali í heimilisfræði, eru áhugasamir og duglegir í kennslustundum.

Í dag, fimmtudaginn 18. nóvember, fengu þau það verkefni að búa til hollt, gott og girnilegt salat með heitu brauði. Þau unnu tvö og tvö saman og var samkeppni um fallegasta og hollasta diskinn. Það var mikill hugur í krökkunum að standa sig vel og bera myndirnar af afrakstrinum þess glögg merki.