Gleðileg jól!

046mSenn lýkur árinu 2012. Litlu jólin í Vallaskóla voru að sönnu hátíðleg og yndisleg sem fyrr. Börnin voru mætt prúðbúin á skemmtanir sem voru haldnar á öllum aldursstigum. Í 1.-4. bekk er alltaf boðið upp á leikþætti og svo er dansað í kringum jóltréð við undirleik hljómsveitar Tónlistarskóla Árnesinga, og nokkrir úr hópi starfsmanna Vallaskóla syngja jólalög. Hinir rauðklæddu láta sig nú ekki vanta á staðinn, með tilheyrandi látum og gleði.

 5.-6. bekkur var með sína eigin skemmtun, þar sem nemendur 5. bekkjar sýndu helgileik.

 Nemendur í 7. bekk héldu sín litlu jól með skemmtilegum leikþáttum og smá dansiballi við undirleik DJ Svepps. Allt afslappað síðla dags.

 Og þá var það jólakvöldvaka unglingastigsins, sem vex með hverju árinu. Hún hefst alltaf með stofujólum hjá umsjónarkennara og svo taka leikatriði hvers bekkjar við. Það er alltaf spennandi að sjá hvað er í boði í þessu ,,litla jólaleikhúsi“. Sigurvegararnir fá svo auðvitað sinn stóra bauk af makkintosh (sem er orðinn jafnsjálfsagður og jólasteikin á aðfangadag) – og ekki þarf að hafa áhyggjur af innihaldinu.

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Starfsfólk Vallaskóla.

Kennsla hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar skv. stundaskrá.

105m 101m 069m 081m 094m 098m 058m 066m 049m 045m 031m 034m 020m 006m 095m