Fyrirlesturinn er í Vallaskóla frá 17:30 – 19:30 í dag og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að fjölmenna á fundinn. Allir velkomnir.

Eyj­ólf­ur Örn Jóns­son sál­fræðing­ur hef­ur aðstoðað fjölda einstaklinga og ungmenna sem glíma við tölvufíkn. Eyjólfur er um þessar mundir að halda fræðsluerindi fyrir unglinga grunnskólum Árborgar um tölvunotkun. Á fyrirlestri sínum mun Eyjólfur fara yfir hvernig við foreldrar getum leiðbeint börnunum um ábyrga tölvunotkun. Fyrirlesturinn er á vegum Samborgar og er öllum opinn. Hlökkum til að sjá þig.

Mynd frá Foreldrafélag Vallaskóla.