Fundur 18, 23.janúar 2006

1. Fyrirspurnir um ýmis mál.

2. Bréf frá Fjölskyldumiðstöð Árborgar.


3. Útreikningur á niðurstöðum nemenda í Vallaskóla úr samræmduprófum miðað við skóla á höfuðborgarsvæðinu.


4. Vímuefnaneysla grunnskólanema


5. Starfstími foreldraráðs.

Mættir voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, og Þóra S. Jónsdóttir varamaður.


1. Fyrirspurnir um ýmis mál.


Sendar verða til Eyjólfs Sturlaugssonar skólastjóra nokkrar fyrirspurnir:


a) Hvernig er innkaupum í kennslueldhúsum skólans háttað?


b) Þegar skólanefnd Árborgar heimsótti skólann 7.desember 2005 þótti ekki eðlilegt að fulltrúi frá foreldaráði yrði viðstaddur?


c) Hvernig gengur með uppsetningu á opnum salatbar hjá mötuneytinu?


d) Hvernig er staðan með þá aukafjárveitingu sem skólinn átti að fá vegna uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við skólann og hvað líður því máli?


e) Hvenær er reiknað með að skóladagatal 2006-2007 verði tilbúið?


Einnig verður send fyrirspurn til Páls Leós aðstoðarskólastjóra varðandi hvaða fög skólanum finnst að foreldraráð beri að samlesa við námskrá.


2. Bréf frá Fjölskyldumiðstöð Árborgar.


Kynnt var fyrir foreldaráði svar Fjölskyldumiðstöð Árborgar við erindi ráðsins um stöðuna sem kominn var upp á brettasvæðinu við sundlaugina.


3. Útreikningur á niðurstöðum nemenda í Vallaskóla úr samræmduprófum miðað við skóla á höfuðborgarsvæðinu.


Ráðinu hefur borist til eyrna að útreikningur sá sem ætíð er lagður til grundvallar gengi nemenda í Vallaskóla sé nokkuð einkennilegt ef rétt er. Prófhlutfall hér er yfir 90% en í Reykjavík rúmlega 80% svo hlutfallslega eru það færri börn sem taka samræmd próf á höfuðborgarsvæðinu. Ef rétt er þyrfti að laga þessar tölur a.m.k. láta tölurnar njóta sannmælis.



4. Vímuefnaneysla grunnskólanema


Rannsókn sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9., og 10 bekk Vallaskóla og BES í mars 2005 var kynnt foreldraráði . Á vef Árborgar (www.arborg.is.), Svið og deildir, Fjölskyldumiðstöð Árborgar, Forvarnir er hægt að skoða niðurstöðurnar úr rannsókninni. Er niðurstöðurnar verðugt umhugsunarefni fyrir foreldra, ekki bara barna á þessum aldri heldur líka yngri aldurshópanna.


Mun önnur rannsókn verða gerð í sama hópi í mars á þessu ári.


5. Starfstími foreldraráðs.


Miðað við þau lög sem starfsemi foreldaráðs byggist á er starfstími þess senn á enda (2 ár) þótt það sé vel hugsanlegt að einhverjir innan ráðsins séu tilbúnir til áframhaldandi starfa. Eru foreldrar beðnir um að gefa sig fram við einhvern innan ráðsins ef áhugi er á því að starfa innan þess.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L Stefánsdóttir


Þóra S. Jónsdóttir