Fundur 17, 21. nóvember 2005

1. Mismunur á mötuneytum milli skóla.
2. Hvernig hægt er að auka þáttöku foreldra.
3. Foreldrarölt.
4. Fyrirkomulag áheyrnarfulltrúa foreldraráðanna.
5. Nýr fundur.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, Birgir Leó Ólafsson aðalmaður. Frá foreldraráði BES voru mættar: Rannveig Anna Jónsdóttir, Ásta Stefánsdóttir og Hulda Rúnarsdóttir. Frá foreldraráði Sunnulækjarskóla voru mætt: Njörður Helgason og Arna Ír Gunnarsdóttir.

Foreldraráð frá öllum grunnskólum Sveitarfélags Árborgar voru boðuð til þessa fundar til að hægt væri að skipast á skoðunum og kynnast öðrum foreldraráðum á svæðinu.

1. Velt var fyrir sér hver mismunur væri á milli mötuneyta í skólum á svæðinu og voru allir sammála um að hollustu þyrfti fyrst og fremst að skoða í skólunum og einnig hvaða reglur skólarnir hafa varðandi nesti sem börnin koma með að heiman. Foreldraráðin vita til þess að mjög skiptar skoðanir eru um mötuneytin í skólunum hvað varðar hollustu matarins og einnig virðist það vera krafa hvers kennara um nesti að heiman sem látin er gilda en ekki að hver skóli hafi reglur um hollustu nestis.

2. Umræður spunnust um hvernig hægt væri að stuðla að aukinni þátttöku og meðvitund foreldra um skólastarfið og hvernig mögulegt væri að gera skólann/skólastarfið aðgengilegri fyrir foreldra. Ein hugmynd er að foreldrar geti setið venjuleg kennslustund og þannig fengið betri innsýn í námsumhverfi barnsins síns. Eini skólinn á svæðinu sem er opin foreldrum að koma og fylgjast með skólastarfinu er Sunnulækjarskóli. Önnur hugmynd er að reglulega kæmi út fylgiblað með staðarblaði sem innihéldi fréttir úr skólalífinu í sveitarfélaginu. Einnig var rætt að hvetja yrði foreldra til að nýta sér heimasíður skólana og www.mentor.is en á þessum síðum koma bæði fram uppýsingar um einstaka skóla svo og hvernig sjálft barnið er að standa sig. Afar mikilvægt er að vekja athygli á öllu því jákvæða starfi sem fram fer í skólunum í Árborg.

3. Vangaveltur voru um foreldraröltið á Selfossi og spurning hvort ekki væri skoðandi að virkja foreldra af ströndinni til að taka þátt þar sem unglingar frá Stokkseyri og Eyrarbakka sækja mikið hingað í tengslum við félagsmiðstöðina og fleira.

4. Ákveðið var að breyta fyrirkomulagi sem verið hefur varðandi áheyrnarfulltrúa foreldraráðanna sem setið hefur skólanefndarfundi. Hingað til hefur hvert ráð haft einn fulltrúa og hafa ráðin skipst á að senda sinn fulltrúa á fundina. Fram á vor mun Rannveig Anna Jónsdóttir frá BES eingöngu mæta á skólanefndarfundi sem fulltrúi frá foreldraráðum grunnskóla á svæðinu og mun hún senda foreldraráðum hinna skólana í Árborg punkta um hvað rætt var á skólanefndarfundum. Fyrirkomulagið verður síðan endurmetið að þeim tíma liðnum.

5.Foreldraráðin munu halda sína fundi sitt í hvoru lagi eins og verið hefur en vilji er til að halda sameiginlegan fund aftur áður en að þessu skólaári lýkur.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:10.

Guðrún Tryggvadóttir,

Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir

Birgir Leó Ólafsson

Rannveig Anna Jónsdóttir

Ásta Stefánsdóttir

Hulda Rúnarsdóttir

Njörður Helgason

Arna Ír Gunnarsdóttir