Fundargerð skólaráðs 3. nóvember 2009

Guðbjartur setur fundinn kl.17:05, býður fundargesti velkomna og sérstaklega velkomna nýja fulltrúa nemenda í skólaráði.

1. mál: Guðbjartur skólastjóri les og fer yfir ákvæði grunnskólalaga um skólaráð fyrir nýja fulltrúa.

2. mál: Endurskoðuð skólanámskrá Vallaskóla lögð fram. 

Umræður þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um vinnuferlið og sú staðreynd að skólanámskrá eigi að vera í stöðugri endurskoðun.

3. mál: Um helstu viðfangsefni Vallaskóla á þessu hausti umfram hið hefðbundna skólastarf. 

Guðbjartur skólastjóri leggur fram blað með yfirskriftinni ,,Fáein minnisatriði“ þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um umfang, starfsemi og nýbreytni í Vallaskóla. Umræður.

4. mál:  Önnur mál. 

Hjörtur spyr um fjármál Vallaskóla í ljósi breytts þjóðfélagsástands og kemur fram í svari Guðbjarts að mikils aðhalds þurfi að gæta í öllum rekstri.

Fleira ekki rætt og fundi slitið undir sérlega góðum kaffiveitingum 17:50.

Jón Özur Snorrason                                         

Hrönn Bjarnadóttir                                           

Guðbjartur Ólason                                           

Svanfríður K. Guðmundsdóttir

Guðrún Eylín Magnúsdóttir

Guðrún Runólfsdóttir

Daldís Perla Magnúsdóttir

Hjörtur Þórarinsson