Fundargerð skólaráðs 26. febrúar 2014

Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 17:15 á skrifstofu kennara.

Mætt eru: Guðbjartur Ólason, Helga R. Einarsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Hrönn Bjarnadóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Theodóra Guðnadóttir og Ríkharður Sverrisson. Forfallaðir eru: Gunnar Bragi og Jón Özur

1. mál: Skóladagatal 2014 – 2015

Skóladagatali dreift meðal skólaráðsmanna og farið yfir það. Þetta eru drög sem eftir er að leggja fyrir kennara og fræðslunefnd.

2. mál: Innleiðing aðalnámskrár.

Unnið er af krafti að innleiðingunni í þessum töluðum orðum. Mælst er til þess að vorið 2016 verði allar einkunnir gefnar í bókstöfum. Innleiðingu miðar vel í Vallaskóla.

3. mál: Húsnæðismál.

Byggt verður yfir annan útigarðinn nú á næstunni, út úr miðrýminu. Hugsað sem aðstaða fyrir t.d. leiklist og hópastarf ýmis konar. Vallaskóli fékk 31 milljón í úthlutun á þessu ári og fyrir þær stendur til að fara í ofangreindar framkvæmdir, mála, taka einhverjar kennslustofur í gegn og skipta um ofnaleiðslur og gler í gluggum.

4. mál: Yfirlit.

Halda áfram með þau verkefni sem eru í gangi : Heilsueflandi skóli, Gullin í grendinni og I-padarnir. Hver er sérstaða Vallaskóla? Hópakerfi, 3ja kennara teymi, mikið val – valdagur ( þar sem árgöngum var blandað saman o.m.fl.) Sú hugmynd hefur komið upp að nemendur geti valið sér „svið“ (hugvísinda / raunvísinda) og velja sér svo verkefni innan hvers sviðs og kennararnir leiðbeina þeim svo við úrlausnir verkefna sinna. Meira undir nemandanum sjálfum komið að finna sér eitthvað skemmtilegt og áhugavekjandi viðfangsefni. Ein sérstaða Vallaskóla eru líka tölvuverin sem eru 3 og I-padarnir.

Þróunarverkefnið „Gullin í grendinni“ er líka eitt af séreinkennum Vallaskóla það sem nemendum leikskóla og grunnskóla er blandað saman með góðum árangri. Þetta verkefni samþættir margar námsgreinar s.s. upplýsingatækni, samfélagsfræði og íslenska.

5. mál: Önnur mál.

Næsti fundur verður eftir 2 – 3 vikur.

Hvað er svona sérstakt við Vallaskóla?

Hver er framtíðarsýn okkar?

Afslappað skólaumhverfi, engin skólabjalla.

Skólaráð fer í útsýnisferð um húsnæði og skólalóðina.

Fundi slitið 18:10

Hrönn Bjarnadóttir

Guðbjartur Ólason

Ríkharður Sverrisson

Guðrún Eylín

Helga R. Einarsdóttir

Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir

Theodóra Guðnadóttir