Fundargerð skólaráðs 2. mars 2017

Fundur í skólaráði fimmtudaginn 2. mars 2017    

17:00 á kennarstofu að Sólvöllum.
Mætt: Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla,

Guðrún Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags,

Guðbjörg Guðjónsdóttir og Birna Jóhanna Sævarsdóttir, fulltrúar foreldra

Ingunn Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara, Gísli Felix Bjarnason var veikur,

Magnea Bjarnadóttir fulltrúi annars starfsfólks,

Matthildur Vigfúsdóttir og Ástrós Lilja Ingvadóttir fulltrúar nemenda                                                               

Skóladagatal Vallaskóla 2016-17:

Guðbjartur skólastjóri kynnti skóladagatalið. Þar kom fram að sameiginlegir starfsdagar eru í leik- og grunnskólum í Árborg. Vetrarfrí sem eru tveir dagar fyrir áramót og tveir dagar eftir áramót eru samræmdir í leik- og grunnskólum ásamt FSu. Skóladagatalið hefur þegar verið kynnt fyrir fræðslunefnd og kennurum. Guðbjartur bar skóladagatalið upp til samþykktar og var það samþykkt samhljóða.

Næsta skólaár:

Í Vallaskóla verður tveggja anna kerfi á næsta skólaári. Haldið verður áfram að vinna að innleiðingu námskrár og námsmatskvarða.

Önnur mál:

Guðbjartur upplýsti skólaráðið um reglur varðandi símanotkun nemenda og tækjalaus svæði í Vallaskóla. Forráðamönnum nemenda var sent bréf 20. febr. þar sem þeim voru kynntar þessar reglur sem eru nú í aðlögun og munu taka gildi þann 17. mars.

Næsti fundur skólaráðs verður í maí.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00.
Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritaði fundargerð.