Fundargerð skólaráðs 19. október 2011

Mætt eru: Guðbjartur, Jón Özur, Hrönn Bjarnadóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Guðrún Eylín, Svanfríður, Helga Einars., og Halldóra Íris.

1) Nýjum fulltrúum kynnt markmið og tilgangur skólaráðs samkvæmt námskrá.

2) Lögð fram endurskoðuð skólanámskrá Vallaskóla. Ný aðalnámskrá er í vinnslu og er búið að gefa út almenna hluta hennar. Guðbjartur telur mörg atriði nýrrar aðalnámskrár áhugaverð og spennandi.

3) Helstu viðfangsefni Vallaskóla kynnt umfram hið hefðbundna skólastarf. Ákveðið hefur verið að halda skólaþing í janúar á næsta ári þar sem meðal annars verður rætt um skipulag og framkvæmd skólaferðalaga, árshátíða og annars skólastarfs utan hins hefðbundna ramma. Mikilvægt sé að samræma slíkt starf og skapa því reglu og festu.

4) Formlegum fundi lýkur með leiðsögn Guðbjarts um skólahúsnæðið og yfir í Valhöll.

Fundi slitið kl. 18:15.

Jón Özur
Elísabet Kristj.
Guðrún Eylín
Svanfríður K. Guðm.
Halldóra Íris
Helga R. Einarsdóttir
Guðbj. Ólason
Hrönn Bjarnadóttir