Fundargerð skólaráðs 10. nóvember 2010

Fundur settur kl. 17:10 í stofu 30.

Mætt: Guðbjartur, Hrönn, Leó, Jón Özur, María (varamaður Helgu R. Einarsdóttur), Svanfríður, Guðrún Eylín og Ragnheiður, (annar fulltrúi nemenda) ásamt Andreu (mætir seint).

1) Guðbjartur kynnir nýtt skólaráð fyrir nýjum skólaráðsfulltrúum. Lýsir skólaráði sem samstarfsvettvangi allra þeirra sem að skólastarfinu koma. Guðbjartur segir frá helstu hlutverkum skólaráðs og hvernig það er skipað.

2) Guðbjartur leggur fram skólanámskrá Vallaskóla. Leggur áherslu á að námskráin sé lifandi plagg og öllum opin á vefsvæði skólans. Býður svo upp á kaffi og maul.

3) Guðbjartur gerir grein fyrir helstu viðfangsefnum Vallaskóla á þessu hausti. Fræðir skólaráð um það sem býr að baki uppeldiskerfi skólans.

4) Guðbjartur gerir grein fyrir væntanlegum flutningi á starfsemi Vallaskóla úr húsnæði Sandvíkur yfir á Sólvelli frá og með næsta hausti. Umræður þar sem fulltrúar í skólaráði spyrja skólastjóra spurninga.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:30.

Jón Özur Snorrason

Leó Árnason

Hrönn Bjarnadóttir

Andrea Vigdís Victorsdóttir

Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir

Guðrún Eylín Magnúsdóttir

Svanfríður K. Guðmundsdóttir

María Hauksdóttir

Guðbjartur Ólason