Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að frítt verði í strætó innan Árborgar fyrir grunnskólabörn með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg. Til að fá frítt í strætó þurfa börnin að framvísa íbúakorti sem þau fá útgefið í Ráðhúsi Árborgar. Beiðni um íbúakort skal senda á netfangið straeto@arborg.is eða hringja í þjónustuver Árborgar, s. 480 1900. Þegar íbúakort hefur verið útbúið verður það sent heim til viðkomandi ef þess er óskað, eða sótt í þjónustuver Árborgar, þar sem opið er frá kl. 8-15 alla virka daga.

Eftir sem áður þurfa börn og ungmenni að greiða venjulegt fargjald ef þau ferðast með strætó út fyrir Sveitarfélagið Árborg.

Íbúakortin sem nú verða gefin út gilda til bráðabirgða þar til rafræn íbúakort leysa þau af hólmi síðar á þessu ári. Útgáfa og notkun þeirra verður nánar kynnt á næstu vikum.

Sveitarfélagið Árborg.