Í dag komu tveir fulltrúar frá Samtökunum78 í heimsókn.
Þetta voru þau Grímur og Kata en þau sinna jafningjafræðslu á vegum samtakanna. Þau ræddu við nemendur í 8., 9. og 10. bekk um ýmislegt er snýr m.a. að samkynhneigð og nauðsyn þess að halda uppi fordómalausri umræðu um mál er snúa að kynhneigð almennt.

Markmiðið með fræðslunni er að slá á fordóma og upplýsa nemendur um atriði er varða sjálfsögð mannréttindi.

Fyrirhuguð er fræðsla fyrir starfsmenn 15. apríl um sömu mál.