Í ljósi slæmrar veðurspár föstudaginn 14. febrúar viljum við hnykkja á verklagsreglum skólans varðandi óveður og ófærð. Í starfsáætlun skólans segir eftirfarandi:

,,Í óveðri eða mikilli ófærð verða foreldrar sjálfir að meta aðstæður og ákveða hvort nemendur verði sendir í skólann. Nauðsynlegt er að tilkynna til skólans ef nemendur eru hafðir heima vegna veðurs. Skólinn er þó alltaf opinn nema almannavarnir ákveði annað. Þeir nemendur sem í skólann koma eru í umsjón starfsmanna. Í lok skóladags verður heimför nemenda hagað í samráði við foreldra ef óveðri hefur ekki slotað.“

Foreldrar og forráðamenn eru því beðnir um að fylgjast ávallt vel með fréttum af veðri, færð og tilkynningum um lokanir og svo framvegis.

Mynd af: https://reykjavik.is/frettir/allir-heim-fyrir-kl-1500