Föstudaginn 12. nóvember var boðið upp á ,,Föstudagsfjör“ á Sólvöllum.

Upp úr kl. 12 komu allir nemendur í 5.-10. bekk saman í Austurrýminu þar sem hljómsveitin My Final Warning beið þeirra. Buðu þeir upp á litla tónleika í lok haustannar og sáu alfarið um dagskrána sjálfir. Sérstakur gestasöngvari hljómsveitarinnar var Ragnheiður Sigurgeirsdóttir úr 9. SHJ.


Hljómsveitin lék nokkur frumsamin lög og spil þeirra var mjög gott. Hljóðblöndun var líka mjög góð og gættu strákarnir vel að því að hafa tónlistina lágstemmda þannig að hún hljómaði vel í eyrum nemenda í 5. bekk sem annarra – sannkallaðir fagmenn; enda skemmtu yngstu nemendurnir sér vel.