Forvarnadagurinn kallar á aðkomu nemenda í 9. bekk í öllum grunnskólum landsins. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.

Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá vímuefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Líkt og í fyrra var ákveðið að bjóða 9. bekkingum Árborgar upp á sameiginlega dagskrá, sem unnin er í samstarfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsiuz. Markmið með sameiginlegri dagskrá er að gera meira úr forvarnadeginum en verið hefur, að hugsa heildstætt í tómstunda- og skólastarfi og efna til hópeflingar og samstöðu meðal ungmenna í sveitarfélaginu. Nemendur sem taka þátt eru um 143 talsins.

Haga skal klæðnaði eftir veðri þar sem gengið er á milli nokkurra bygginga á Selfossi.

Dagskrá miðvikudaginn 4. október

Kl. 8.10 Mæting í skóla samkvæmt stundaskrá (kennt í fyrsta tíma í Vallaskóla).

Kl. 8.55 Nemendur í 9. bekk úr öllum grunnskólunum mæta til leiks í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Kl. 9.00 Ávarp formanns fræðslunefndar, Sandra Hafþórsdóttir.

Kl. 9.05 Kynning dagskrár og ratleiks – Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi Árborgar.

Kl. 9.10 Forseti Íslands ávarpar nemendur í myndbandi af forvarnadagur.is.

Kl. 9.30 Gleði og grín.

Kl. 9.45 Hressing (ávextir og vatn) í FSu.

Kl. 9.55 Nemendum skipt upp í sex hópa þvert á skóla. Með hverjum hópi er tilsjónarmaður (kennari og/eða stuðningsfulltrúi).

Kl. 10.00 Hópar fara á upphafsstöðina sína

Sex stöðvar, 20 mínútur á hverri stöð og 10 mínútur til að fara á milli stöðva:

  1. Zelsiuz /Pakkhúsið – fræðsla um áreiti, streitu og kvíða frá Velferð.
  2. Íþróttasalur í Vallaskóla – kynning á golfíþróttinni í umsjá Golfklúbbs Selfoss.
  3. Kjallari Vallaskóla (gengið inn um aðalinngang) – fræðsla um skaðsemi vímuefna í umsjá lögreglu.
  4. Anddyri Vallaskóla – Umræðuhópar
  5. Tíbrá við Engjaveg (gengið inn um austurenda) – kynning á starfi Björgunarfélags Árborgar.
  6. Félagsheimili Fossbúa við Tryggvagötu – kynning á starfi skátafélagsins Fossbúa.

Á þessum tímapunkti, þegar stóru hóparnir hafa mætt á sína upphafsstöð, er hverjum hópi skipt upp í fimm minni umræðuhópa (5-6 einstaklingar hver hópur). Skrifleg verkefni frá forvarnadagur.is unnin í um 20 mínútur. Hópstjóri úr hverjum hópi skráir niður svör síns hóps og kemur niðurstöðum hópavinnunnar inn á heimasíðu forvarnadagsins.

Kl. 10.00- 10.20 Fyrsta stöð

Kl. 10.20 – 10.30 Skipti

Kl. 10.30-10.50  Önnur stöð

Kl. 10.50-11.00 Skipti.

Kl. 11.00-11.20 Þriðja stöð

Kl. 11.20-11.30 Skipti.

Kl. 11.30-11.50 Fjórða stöð

Kl. 11.50-12.00 Skipti.

Kl. 12.00-12.20 Fimmta stöð

Kl. 12.20-12.30 Skipti.

Kl. 12.30-12.50 Sjötta stöð.

Kl. 13.00 Pylsupartý og fernudrykkir við Vallaskóla.

Kl. 13.20 Skóla lokið og heimferð.

Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.

Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Við hvetjum ykkur foreldra til að skoða heimasíðu forvarnadagsins (www.forvarnadagur.is) t.d. samanburð á milli ára í rannsóknum því þar sést hvað við höfum náð miklum árangri.

Með von um gott samstarf.

 

Kær kveðja,

Páll Sveinsson, aðstoðarskólastjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

Hermann Ö. Kristjánsson, deildarstjóri eldri deildar Sunnulækjarskóla

Guðmundur Sigmarsson, deildarstjóri efsta stigs Vallaskóla

Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss

Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi Sv. Árborgar