Forinnritun í framhaldsskóla

Á morgun, 30. mars, lýkur forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla (hófst 12. mars). Upphaflega (fyrir 12. mars) fengu nemendur og forráðamenn send bréf heim frá menntamálaráðaneytinu með nauðsynlegum upplýsingum.

Forinnritunin fer fram rafrænt – á vefnum www.menntagatt.is . Þar er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar um innritunarferlið. Notast þarf við veflykil til að komast inn á svæði hvers nemanda. Nemendur eiga nú að hafa fengið veflykil afhentan í skólanum. Hafi lykill týnst þá vinsamlega hafið samband við ritara Vallaskóla, sem veitir þá upplýsingar um veflykilinn.