Skólaráð Vallaskóla var fyrst skipað í október árið 2008. Skipan ráðsins er í samræmi við lög um grunnskóla frá árinu 2008.

Hlutverk:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.(Úr 8. grein laga um grunnskóla frá árinu 2008).

Skoða fundargerðir skólaráðs


Skólaráð 2018-2020

F.h. stjórnenda: Guðbjartur Ólason

F.h. kennara: Kristjana Hallgrímsdóttir og Guðrún Eylín Magnúsdóttir.

F.h. annars starfsfólks: Halldóra Heiðarsdóttir

F.h. foreldra: Gunnar Páll Pálsson og María Ágústsdóttir

F.h. nemenda: Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð og Helena Freyja M.S. Marísdóttir

F.h. nærsamfélags: Inga Dóra Ragnarsdóttir

 

Skólaráð 2016-2018

F.h. stjórnenda: Guðbjartur Ólason/Þorvaldur H. Gunnarsson.

F.h. kennara: Ingunn Guðjónsdóttir og Gísli Felix Bjarnason.

F.h. annars starfsfólks: Magnea Bjarnadóttir.

F.h. foreldra: Guðbjörg Guðjónsdóttir og Birna Jóhanna Sævarsdóttir.

F.h. nemenda: Ástrós Lilja Ingvadóttir (hættir vorið 2017) og Matthildur Vigfúsdóttir.

F.h. nærsamfélags: Guðrún Þóranna Jónsdóttir.

 

Skólaráð 2012-2014

F.h. stjórnenda: Guðbjartur Ólason.

F.h. kennara: Svanfríður Guðmundsdóttir og Guðrún Eylín Magnúsdóttir.

F.h. annars starfsfólks: Helga R. Einarsdóttir.

F.h. foreldra: Hrönn Bjarnadóttir og Gunnar B. Þorsteinsson.

F.h. nemenda: Esther Ýr Óskarsdóttir (hættir um áramótin 2012/2013) og Kári Valgeirsson.

F.h. nærsamfélags: Jón Özur Snorrason.

 

Skólaráð 2010-2012

F.h. stjórnenda: Guðbjartur Ólason.

F.h. kennara: Svanfríður Guðmundsdóttir og Guðrún Eylín Magnúsdóttir.

F.h. annars starfsfólks: María Hauksdóttir og Helga R. Einarsdóttir.

F.h. foreldra: Hrönn Bjarnadóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Gunnar B. Þorsteinsson og Leó Árnason.

F.h. nemenda: Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir (hættir um áramótin 2011/2012), Halldóra Íris Magnúsdóttir og Andrea Vigdís Victorsdóttir.

F.h. nærsamfélags: Jón Özur Snorrason.

 

Skólaráð 2008-2010

F.h. stjórnenda: Guðbjartur Ólason.

F.h. kennara: Svanfríður Guðmundsdóttir og Guðrún Eylín Magnúsdóttir.

F.h. annars starfsfólks: María Hauksdóttir og Helga R. Einarsdóttir.

F.h. foreldra: Hrönn Bjarnadóttir og Jón Özur Snorrason.

F.h. nemenda: Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Guðrún Runólfsdóttir og Daldís Perla Magnúsdóttir.

F.h. nærsamfélags: Hjörtur Þórarinsson.