Kynning á skólastarfinu fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 5., 6. og 7. bekk verður haldin fimmtudaginn 6. september kl. 8.10. Kynningin verður í Austurrýminu á Sólvöllum. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 9.50 (eftir löngu frímínútur) en þá er reiknað með að foreldrakynningum verði lokið. Sjá annars skilaboð frá umsjónarkennurum.