Dagana 14. og 15. janúar nk. mun hún Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í skólann fyrir nemendur á unglingastigi í Vallaskóla. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans, Austurrýminu á Sólvöllum, þriðjudaginn 15. janúar kl. 18:00 – 19:30. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Foreldrar nemenda í unglingadeild – ekki missa af þessu einstaka tækifæri!