Fimmtudaginn 14. mars héldu nemendur í 7. MK Vallaskóla til HSu vopnuð plasthönskum, plastpokum og kústum. Tilgangurinn var að gera góðverk sem fólst í að tína upp rusl í kringum stofnunina. Krakkarnir stóðu sig afar vel og tíndu upp mikið af rusli og blöskraði þeim fjöldi sígarettustubba sem lág á víð og dreif. Magnús Hlynur fréttamaður Stöðvar tvö kom að sjálfsögðu á staðinn og myndaði nemendur bak og fyrir og hrósaði þeim fyrir framtakið. Að launum sungu þeir lag við frumsaminn texta um skaðsemi reykinga.

Mynd: Vallaskóli 2013

Mynd: Vallaskóli 2013