Nemendur 8. bekkjar í Árborg, sem eru í klúbbnum Flottar fyrirmyndir, hittust sl. miðvikudag á fyrsta klúbbakvöldinu á nýju ári.

Klúbbakvöldið var haldið í Hofinu, nýjum lista- og menningarsal ungs fólks í kjallara í Pakkhúsinu. Vel fór á með nemendum skólanna og skemmtu þeir sér m.a. í pizzuáti, spurningarkeppni og spjalli. Í spurningarkeppninni var nemendum skipt í stráka og stelpulið en þess má geta að strákarnir rétt mörðu stelpurnar í bráðskemmtilegri keppni.