Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – bauð til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október síðastliðinn. Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur, var þar með fræðslu um eðli kvíða og hvernig hann birtist helst hjá börnum og unglingum. Hún kynnti í erindu sínu leiðir til að auka sjálfstraust og fyrirbyggja kvíða. Góð þátttaka foreldra var einstaklega ánægjuleg en hátt í 150 manns mættu á fundinn. Erindi Sólveigar fékk góðar viðtökur og margir komu með fyrirspurnir til hennar.

Það er ljóst að starf Samborgar, sem eru nýstofnuð foreldrasamtök í Árborg, er að skila miklu og vonandi tekst okkur að fylgja þessari góðu virkni foreldra vel eftir. Nýlegar skólarannsóknir sýna  einmitt að þátttaka foreldra í skólastarfi og uppbyggjandi samstarf foreldra og skóla er lykill að árangursríku skólastarfi og vellíðan nemenda.