Á þessum krefjandi og sérstöku tímum grípa kennarar unglingastigs tækifærið til að prófa sig áfram í fjölbreyttum kennsluháttum.

Rikki kennari stýrði stærðfræðitíma í 10. bekk í gegnum Google Meet. Krakkarnir eru í minni hópum, hver í sinni stofu.  Nemendur komu með óskir um ákveðin dæmi sem kennarinn útskýrði með því að teikna þau upp í ipad í gegnum fjarfundarforritið. 

Tilraunin fór vel fram og munu frekari tilraunir fara fram næstu daga. 

Vallaskóli 2020 (BAÁB)

Vallaskóli 2020 (BAÁB)

Vallaskóli 2020 (BAÁB)