Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Vallaskóla að umsjónarkennarar og nemendur þeirra semji bekkjarreglur vetrarins.

Bekkjarreglurnar eru síðan hengdar upp á sameiginlegum septemberdegi sem við köllum ,,Upphengidaginn“. Reglurnar eru að sjálfsögðu í anda Olweusaráætlunarinnar gegn einelti.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er útlit reglnanna fjölbreytt og lýðræðislegt, þ.e. í anda fjölbreytileika grunnskólans.

Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).
Mynd: Vallaskóli 2019 (GJ).