Davíð Bergmann meðferðarráðgjafi var með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk núna í vikunni. Boðskapur og áhrifarík saga Davíðs snertir okkur öll, enda meðtóku nemendur hvert einasta orð. Davíð verður líka með fund fyrir foreldra, auglýsing sjá hér.

Davíð segir frá sinni eigin reynslu og fær fólk til að velta fyrir sér sögu ógæfumanna og kvenna, hvernig óheppilegar aðstæður geta orðið miklir örlagavaldar í lífi fólks.

Fræðsla fyrir forelra

Fræðsla fyrir foreldra nemenda í unglingadeild (8.-10. bekk) Vallaskóla, mánudaginn 1. október kl. 17:30 – 19:00

„Fjárfestum í tíma með börnunum okkar“

Davíð Bergman Davíðsson meðferðarráðgjafi fjallar um áhættuhegðun unglinga í kjölfar fræðslu í 9. og 10. bekk í grunnskólum Árborgar dagana 24. – 28. september.

Fyrirlestur Davíðs verður haldinn í Austurrýminu á Sólvöllum – gengið er inn Engjavegsmegin.

Verið velkomin.