arg 2004, brunavarnir i des 11-12 (4)Það er orðin hefð fyrir því í desember að Brunavarnir Árnessýslu sendi fulltúa sinn til að kynna og ræða brunavarnir við nemendur 3. bekkja í Vallaskóla. Að þessu sinni kom Snorri Baldursson í heimsókn til okkar og krakkarnir hlustuðu mjög áhugsamir á það sem Snorri hafði að segja. Hann afhenti þeim bæklinga sem krakkarnir fóru með heim til að sýna foreldrum sínum og ræða saman um.

Í öðrum bæklingnum var getraun um eldvarnir sem krakkarnir leystu með fjölskyldu sinni.

Dregið verður úr réttum lausnum nemenda 3. bekkja á öllu landinu. Skilafrestur er til 11. janúar 2013. Haft verður samband við vinningshafa símleiðis.

Að lokum fengu allir lítið vasaljós að gjöf frá Brunavörnum Árnessýslu.