Nú líður að jólum og áramótum og því gott að huga að eldvörnum. Hér má sjá myndir úr heimsókn 3. bekkjar á slökkviliðsstöðina í tilefni af Eldvarnarvikunni 19.-26. nóvember.

Þetta var skemmtileg heimsókn þar sem tekið var vel á móti okkur. Við skoðuðum slökkvistöðina, slökkvibílana, fengum fræðslu um eldvarnir auk þess sem allir fengu sögu um Loga og Glóð og tóku þátt í eldvarnargetraun.