Í vetrarmyrkrinu er auðvitað mikilvægt að gangandi og hjólandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Talað er um að ökumenn sjái gangandi vegfaranda með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en þann sem ekki er með slíkan öryggisbúnað. Líklega er þetta ódýrasti umferðaröryggisbúnaður á markaðnum í dag, enda fæst hann iðulega gefins (t.d. hjá bönkum og tryggingafyrirtækjum).

Við hvetjum að sjálfsögðu foreldra/forráðamenn nemenda okkar til að ganga úr skugga um að endurskinsnotkun barna þeirra sé í topp lagi.

Efist einhver um að notkun endurskinsmerkja geri gagn þá er viðkomandi beðinn um að skoða eftirfarandi myndband á vef Umferðarstofu – sjá hér.

Sjá nánari umfjöllun um endurskinsmerki á vef Umferðarstofu.