Efnilegt íþróttafólk í Vallaskóla

Álfrún Diljá, nemandi í 9. Bekk,  Eydís Arna nemandi í 8. Bekk, Bryndís Embla og Gunnar Erik nemendur í 6.bekk eru meðal margra efnilegra íþróttamanna í Vallaskóla en þau æfa öll frjálsar íþróttir.

Álfrún Diljá er í sumar búin að tvíbæta íslandsmetið í sleggjukasti og setja 6 HSK met í sínum flokki, 14 ára, auk 6 meta í flokki 15 ára og 16-17 ára. 

Eydís Arna bætti HSK metin í 200 og 400 m hlaupum í sínum aldursflokki (13 ára), Bryndís Embla bætti HSK metið í sleggjukasti 11 ára en það átti áður Álfrún Diljá og Gunnar Erik bætti HSK metið í 400 m hlaupi 11 ára og var rétt við metið í 200 m hlaupinu.

Frábær árangur hjá þessu efnilega íþróttafólki okkar.

mynd fengin af vef dfs.is