Á vorönn mun Dale Carnegie bjóða upp á námskeiðið „Næsta kynslóð“ fyrir ungmenni á aldrinum 14 – 16 ára (fædd 2001-2003). Námskeiðið er haldið í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsiuz og forvarnarhóp Sveitarfélagsins Árborgar.

Námskeiðið er í 9 skipti, einu sinni í viku í 3,5 tíma í senn og verður haldið á fimmtudögum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 9. mars. Námskeiðið kostar venjulega 109.000 krónur en vegna samstarfs við félagsmiðstöðina og forvarnarhópinn þá er hægt að bjóða unglingum hér í Sv. Árborg námskeiðið á kr. 69.000 kr. Einnig má nýta hina svokölluðu hvatapeninga í þetta verkefnið og þá yrði heildarverðið 54.000 kr.

Kynningarfundur fyrir áhugasama foreldra og unglinga verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar næstkomandi kl. 17:30 í Norðursal sem er staðsettur á 3ju hæð í Ráðhúsinu, Austurvegi 2.

Þess má geta að flestir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu meta námskeiðið upp á eina til tvær framhaldsskólaeiningar.

Skráning og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Gunnari E. Sigurbjörnssyni, tómstunda- og forvarnarfulltrúa. Vefpósturinn hjá honum er gunnars@arborg.is og símanúmer er 480-1950 eða 820-4567.

 

Náðu því besta fram með Dale Carnegie!

,,Það sem námskeiðið gerði fyrir mig var að bæta sjálfstraustið. Ég er ekki eins feiminn og stressaður þegar ég tala fyrir framan fólk. Það hjálpaði mér líka með að tala og hlusta af einlægni og dæma ekki fólk of fljótt heldur kynnast því fyrst. Einnig lærði ég að mér eru allir vegir færir ef viljinn er fyrir hendi, lífið er í mínum höndum“  Kristófer Konráðsson.

,,Ég er hætt að fresta hlutunum og er miklu jákvæðari. Ég er komin með meiri metnað í skólanum og miklu meira sjálfstraust.“ –  Torfey Rós

Í september 2007 var fyrsta námskeiðið haldið fyrir unglinga í Garðabæ með frábærum árangri. Síðan þá hafa farið fram 11 námskeið, tæplega 350 þátttakendur útskrifast og viðbrögð unglinga og foreldra mjög góð.

Námskeiðið byggist upp á sex meginmarkmiðum:

·         Efla sjálfstraust

·         Bæta samskiptafærni

·         Styrkja tjáningarhæfileika

·         Efla leiðtogahæfileika

·         Auka jákvætt viðhorf og ná stjórn á kvíða/streitu.

·         Læra markmiðasetningu

Eftir námskeiðið segja þátttakendur að þeim gengur betur í skólanum, ná frekar markmiðum sínum, eru jákvæðari, bjartsýnni á lífið, með meira sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd.