Í Vallaskóla er hefð fyrir því að eldri borgarar heimsæki nemendur á yngsta stigi í tengslum við Dag íslenskrar tungu og lesi fyrir þau sögu.

Þökkuðu nemendur í 1. og 2. bekk fyrir lesturinn með því að syngja Íslenskuljóðið (Á íslensku má alltaf finna svar). Nemendur hafa verið að læra textann og unnið með erfið orð úr honum. Er þetta verkefni ætlað til að efla orðaforða nemenda í 1. og 2. bekk.

Vallaskóli 2019. Dagur íslenskrar tungu (LÓK)