Þau mistök urðu að röng dagsetning varð á vetrarleyfi eftir áramót í Vallaskóla við birtingu skóladagatalsins. Vetrarleyfið eftir áramót verður mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar en ekki 28. febrúar og 1. mars eins og því miður misritaðist. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Búið er að setja inn leiðrétt skóladagatal á heimasíðuna.

Guðbjartur Ólason, skólastjóri.