Síðasta skóladaginn sá nemendafélag Vallaskóla (NEVA) um brennómót á unglingastigi í íþróttasalnum á Sólvöllum. 

Nemendur í 8.-10. bekk tóku þátt og um bekkjakeppni var að ræða. Nemendur mættu að sjálfsögðu í sérstökum búningum eins og sjá má á myndum. Uppátækið var fjörugt og skemmtilegt og fín útrás svona rétt fyrir prófatímabilið. Hægt er að sjá myndir í albúmi undir ,,Myndefni“.