Börn sótt fyrr vegna væntanlegs óveðurs

Börn sótt fyrr vegna væntanlegs óveðurs

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá kl. 15:00 í dag 13. janúar, en það merkir lélegt skyggni og ekkert ferðaveður. Einnig er hætta á foktjóni. Sjá nánar á veður.is.

Því er mælst til að foreldrar barna í leikskólum og á frístundaheimilum Árborgar sæki börn sín eigi síðar en kl. 14:30.

Íþróttamannvirki verða þó opin en foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá þjálfurum. Frístundaakstur milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss hættir kl. 15 en reynt verður að halda frístundaakstri innan Selfoss samkvæmt áætlun.