Bóndadagurinn var í heiðri hafður í Vallaskóla í dag og m.a. áttu allir að mæta í lopapeysum.

Það þýðir auðvitað að það á að gera vel við karlpeninginn í dag. Og þær voru öflugar stelpurnar í 7. bekk en þær bökuðu köku handa strákunum og gáfu þeim vinabönd. Frábært hjá þeim!

Hér má sjá nokkrar myndir í tilefni dagsins.