Bolludagurinn er í dag.

Nemendur í 10. bekk verða með bollusölu fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Er það liður í fjáröflun þeirra vegna skólaferðalagsins í vor.

Bollurnar eru svo auðvitað á sanngjörnu bolludagsverði.

Vatnsdeigsbolla með súkkulaði kostar einungis 150 kall. Vatnsdeigsbolla með súkkulaði, rjóma og sultu kostar 200 kall. Að auki er boðið upp á fernudrykk (Kókómjólk eða Svala) á 100 kr.

Verði ykkur að góðu.