Hvað er betra en að byrja góuna á því að raða í sig bollum með súkkulaði, sultu og rjóma?

Þetta gerðu nemendur í Vallaskóla frá 1. bekk og upp úr. Hins vegar voru 10. bekkingar með bollusölu fyrir nemendur í 7.-10. bekk og margir nýttu sér það. Um fjáröflun var að ræða því 10. bekkingar eru að safna fyrir skólaferðalagi í vor. Bónus og MS styrktu krakkana m.a. með rjóma og sultur – þeim er þakkað fyrir stuðninginn.

En að baki 10. bekkingum eru öflugir foreldrar sem hjálpuðu til við skipulag og afgreiðslu í morgun. Við þökkum þeim Kolbrúnu Káradóttur, Rannveigu Önnu Jónsdóttur, Helgu Kristjánsdóttur og Kristjönu Bárðardóttur fyrir ómetanlegt framlag. Svona á foreldrastarf að vera.

Þess má geta að þeir sem enn eiga eftir að kaupa bollu af 10. bekkingum hafa ekki misst af neinu, en á foreldradaginn (fimmtudaginn 23. febrúar nk) munu krakkarnir selja bæði bollur og vöfflur.