Boðið í mat

Þeir voru heppnir nemendurnir sem fengu boð í matarveislu heimilisfræðivals í 9. bekk, nú ekki fyrir alls löngu. Nemendur heimilisfræðivalsins höfðu undirbúið veislu sem hluta af námi sínu. Það þýddi það auðvitað að hanna allt frá boðskorti upp í það að elda fínan mat, leggja á borð og þjóna til borðs.

Það er Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir sem er kennari heimilisfræðivals í 9. bekk. Til stendur að bjóða til veislu í heimilisfræðivali 10. bekkjar.