Olga Sveinbjörnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur að undanförnu verið að fræða nemendur í 10. bekk um áhugasviðskönnun sem Bendill kallast. Hér má sjá Olgu í heimsókn sinni í 10. SAG þar sem hún fræddi nemendur um Bendil. Áhugasviðskönnunin er hönnuð til að aðstoða nemendur í að taka ákvarðanir um nám og/eða starf. Í fræðslu um náms- og starfsval er lögð áhersla að fólk velji nám og síðar starf sem hæfir áhuga þeirra. Þetta er mikilvæg fræðsla og ýtir undir ánægju í starfi og að hverjum og einum vegni vel á vinnumarkaði síðar á ævinni. Áhugasviðskönnunina þarf að leggja fyrir á ákveðinn hátt og sagði Olga m.a. frá því að þeir sem leggja könnuna fyrir hafa farið á sérstakt námskeið í notkun Bendils. Þannig sé reynt að tryggja sem best notkun könnunarinnar og úrvinnslu þeirra gagna sem fram koma.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014, árgangur 1998.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014, árgangur 1998.