Nokkrar stelpur í 5. MK gefa út vikulegt fréttabréf í bekknum. Þetta eru þær (sjá ljósmynd): Heiðrún Anna, Anna Kristín, Aníta Sól, Elva Rún og Sigdís Erla.

Nefnist blaðið að sjálfsögðu MKblaðið. Þarna kennir ýmissa grasa. T.d. eru viðtöl við nemendur og starfsmenn, mynd dagsins, gátan og fréttir af því helsta sem er á döfinni hverju sinni.


Það eru ekki allir bekkir sem státa af vikulegu fréttablaði og ástæða til að hrósa þessum duglegu blaðakonum fyrir gott blað og dugnaðinn í útgáfustarfseminni.