Árshátíðum er nú lokið í öllum árgöngum skólans. Það hefur verið indæl samverustund með nemendum og foreldrum. Nemendur buðu upp á leiksýningar og tónlistaratriði á meðan foreldrar sáu um áhorfendahlutverkið og buðu, í flestum tilvikum, upp á veitingar að dagskrá lokinni. Skólastjórnendur vilja koma á framfæri kæru þakklæti til nemenda og forráðamanna þeirra fyrir velheppnaðar árshátíðir, en ekki síst ber að þakka umsjónarkennurum sem báru hitann og þungann af framkvæmdinni.

Sjá má fleiri myndir undir ,,myndefni“, þ.á.m. myndir frá árshátíð 5. bekkinga.