Fimmtudagskvöldið 1. desember verður árshátíð unglingastigs í Vallaskóla (8.-10. bekkur) haldin. Að þessu sinni verður hún í Austurrými skólans og er gengið inn af Engjaveginum.

Hátíðin byrjar kl. 18.00 en þá er hátíðarkvöldverður hjá 10. bekk. Um kl. 21.00 bætast 8. og 9. bekkingar í hópinn og þá fer af stað dansleikur. Hann stendur til miðnættis (sjá annars frekari upplýsingar í tölvupósti frá deildarstjóra elsta stigs).