Árshátíð í 8., 9. og 10. bekk Vallaskóla verður haldin í hótelinu á Selfossi, fimmtudaginn 25. nóvember.

Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði fyrir 10. bekk. Boðið verður upp á tveggja rétta kvöldverð.


Hátíðardansleikur fyrir 8.-10. bekk
Hátíðardansleikur verður síðan í hótelinu fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Það er hljómsveitin Skítamórall sem leikur fyrir dansi. Á dansleiknum mun fara fram krýning á herra og ungfrú Vallaskóli.

Ljósmyndari verður á staðnum eins og undanfarin ár. Hægt er að kaupa myndir síðar (þær verða fyrst til sýnis á neva.is og svo er hægt að panta ef vill).


Dansleik lýkur um kl. 24.00. MIKILVÆGT ER AÐ FORELDRAR SJÁI UM AÐ BÖRN SÍN FARI BEINT HEIM AF DANSLEIKNUM.