Nú eru annaskipti framundan og vetrarfrí. Hér er smá pistill um það sem er framundan. Sömu upplýsingar voru sendar í tölvupósti til foreldra.

Annaskiptin og vetrarfrí er framundan.

Miðvikudaginn 22. febrúar er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi.

Fimmtudaginn 23. febrúar er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt er skv. viðtalsyfirliti umsjónarkennara. Nemendur í 10. bekk verða með vöfflu- og bollusölu í skólanum þennan dag til styrktar skólaferðalagi sínu í vor. Styrkjum gott málefni og njótum veitinga um leið. Einnig minnum við á handverkssýningu í anddyri Sólvalla.

· Nemendur í 8. og 9. bekk eiga að skila valseðli næsta skólaárs í foreldraviðtali. Forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að fara vel yfir þetta með börnum sínum áður en að viðtali kemur. Nemendur hafa nú þegar fengið valseðil, valbækling og kynningu á valinu.

· Foreldrar eru beðnir um að huga að óskilamunum.

Föstudaginn 24. febrúar mæta nemendur aftur skv. stundaskrá. Vorönn hefst.

Þriðjudaginn 28. febrúar fellur öll kennsla niður eftir kl. 12.40 vegna námsferðar starfsfólks Vallaskóla til New York.

Miðvikudagurinn 29. febrúar. Starfsdagur og nemendur í fríi. Starfsmenn í NY. Ath. að skólavistun er opin.

Fimmtudagurinn 1. mars og föstudagurinn 2. mars. Vetrarfrí í Vallaskóla. Skólavistun er lokuð báða dagana.

Mánudagurinn 5. mars. Nemendur í 1.-7. bekk mæta aftur í skólann skv. stundaskrá. Nemendur á efsta stigi, 8.-10. bekk, mæta kl. 9.50 (fyrstu tveir tímarnir falla niður). Hafragrautur verður afgreiddur í löngu frímínútum skv. venju.