Vallaskóla 15. nóvember 2013

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Annaskiptin eru framundan.

Mánudaginn 18. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Opið á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir.

Þriðjudaginn 19. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt er skv. viðtalsyfirliti umsjónarkennara. Opið á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir.

Nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu og kökubasar í skólanum (í anddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu) þennan dag til styrktar skólaferðalagi sínu í vor. Styrkjum gott málefni og njótum veitinga um leið. Vinsamlegast athugið að einungis er tekið við reiðufé.

• Foreldrar eru beðnir um að huga að óskilamunum.

Miðvikudaginn 20. nóvember mæta nemendur aftur skv. stundaskrá. Vetrarönn hefst.

Með bestu kveðju,

Skólastjórnendur.